Enski boltinn

Berbatov í viðræður við United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Dimitar Berbatov segir að hann muni á næstu vikum eiga viðræður við forráðamenn Manchester United um framtíð kappans hjá félaginu. Sjálfur vill Berbatov vera áfram í Manchester.

Berbatov var óvænt ekki í leikmannahópi United í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona í síðasta mánuði og hefur síðan þá verið orðaður við nokkur lið, til að mynda Paris St. Germain.

Hann skoraði 22 mörk í öllum keppnum með United en átti engu að síður erfitt með að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu, sérstaklega undir lok tímabilsins.

„Við fáum að vita meira eftir viðræður við United en Berbatov vill vera áfram og vinna fleiri titla,“ sagði umboðsmaðurinn við enska fjölmiðla.

Berbatov gekk í raðir United frá Tottenham árið 2008 og hefur skorað 42 deildarmörk í 96 leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×