Enski boltinn

Liverpool gerir tilboð í Gaël Clichy

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Clichy hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Arsenal
Clichy hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Arsenal Mynd/Getty Images
Enska úrvaldeildarliðið Liverpool hefur gert 5 milljóna punda tilboð í franska landsliðsmanninn Gaël Clichy hjá Arsenal. Clichy á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum. Hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Lundúnarliðið.

Fréttasíðan Guardian greinir frá þessu.

Bakvörðurinn knái á að leysa vinstri bakvarðarstöðuna hjá Liverpool sem gekk illa að manna á síðasta tímabili. Kenny Dalglish stjóri Liverpool reyndi ýmsar lausnir á tímabilinu. Paul Konchesky stóð ekki undir væntingum og á tímabili var hægri bakvörðurinn Glen Johnson látinn leysa stöðuna.

Liverpool virðist ætla sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum. Liðið gekk í gær frá kaupum á Jordan Henderson frá Sunderland. Talið er að Liverpool hafi greitt um 20 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn.

Liverpool hefur verið orðað við Luis Enrique hjá Newcastle og Emilio Izaguirre leikmann Celtic en nú virðist Clichy efstur á óskalistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×