Enski boltinn

Martinez tekur ekki við Aston Villa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Martinez á hliðarlínunni með Wigan
Martinez á hliðarlínunni með Wigan Mynd/Getty Images
Roberto Martinez hefur ákveðið að virða samning sinn við Wigan Athletic þrátt fyrir áhuga Aston Villa. Leit Villa að nýjum knattspyrnustjóra heldur því áfram.

Martinez, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Wigan, hafði fengið leyfi frá David Whelan stjórnarformanni til þess að ræða við Villa. Nú bendir flest til þess að Martinez muni skrifa undir nýjan þriggja ára samning við Wigan

Rafael Benitez og Steve McClaren höfðu einnig verið orðaðir við stjórastöðuna en Villa útilokaði þá frá starfinu fyrir skemmstu. Líklegt þótti að Villa gæti freistað Martinez en nú er það úr myndinni.

Wigan bjargaði sér frá falli á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Stoke á útivelli 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×