Enski boltinn

Redknapp: Ætlum ekki að selja stjörnurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að félagið ætli ekki að selja neina af sínu sterkustu leikmönnum í sumar.

Luka Modric, sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester United síðustu vikurnar, sagði þó í gær að hann vildi ekkert útiloka um sína framtíð hjá Tottenham.

Þá er Gareth Bale afar eftirsóttur en hann hefur sjálfur sagt að hann ætli sér að vera áfram hjá Tottenham.

„Ég hef rætt þessi mál við stjórnarformanninn og höfum við ekki í hyggju að selja neinn af þeim,“ sagði Redknapp við enska fjölmiðla. „Þessir leikmenn eru nú þegar hjá góðu félagi og við ætlum okkur að styrkja leikmannahópinn í sumar og reyna að komast aftur í Meistaradeild Evrópu.“

Það er ekkert leyndarmál að United er að leita sér að miðjumanni, sérstaklega eftir að Paul Scholes tilkynnti í gær að hann væri hættur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×