Enski boltinn

Owen verður áfram hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Michael Owen verður áfram hjá Manchester United en hann hefur gert nýjan samning til félagið sem gildir til loka næsta tímabils.

Þetta kann að koma einhverjum á óvart en talið var líklegt að hann myndi fara frá félaginu nú í sumar. Annað hefur komið á daginn en Owen sjálfur sagðist sjálfur á dögunum vilja vera áfram.

Owen var í byrjunarliði United aðeins einu sinni í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann á í harðri samkeppni um stöður í byrjunarliðinu. Hún verður væntanlega enn harðari á næsta tímabili þar sem að Danny Welbeck mun snúa aftur til United í sumar eftir að hafa verið í láni hjá Sunderland.

„Michael hefur sannað að hann er knattspyrnumaður í fremsta flokki. Það var óheppilegt hvað hann fékk fá tækifæri en hann hefur þurft að standa í skugga Chicharito (Javier Hernandez) sem hefur staðið sig mjög vel,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United, við enska fjölmiðla.

„Ég er mjög ánægður með að Michael verður áfram með okkur á næsta tímabili og mun líta til þess að gefa honum fleiri tækifæri þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×