Enski boltinn

Berbatov skammaðist sín en verður áfram hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United.
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Dimitar Berbatov sagði í viðtali við fjölmiðla í heimalandinu að hann hefði skammast sín fyrir að hafa ekki komist á skýrslu hjá Manchester United fyrir úrslitaleikinn gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu um helgina.

Berbatov horfði á leikinn í búningsklefa United á Wembley þar sem hann þorði ekki að láta sjá sig á meðal fólks.

Mörgum þótti líklegt að dagar hans hjá United væru taldir en hann ætlar að berjast fyrir sínu áfram.

„Þetta voru mér mikil vonbrigði. Ég skammaðist mín fyrir að komast ekki í liðið og ég vildi ekki láta fólk sjá hvað mér leið illa,“ sagði Berbatov.

„En ég verð áfram. Ég mun berjast um 20. meistaratitilin. Ég væri ekki búinn að ná svona langt ef ég myndi gefast upp við hverja hindrun.“

„Fyrir mér þá mun ég byrja upp á nýtt hjá Manchester United þegar undirbúningstímabilið hefst þann 4. júlí.“

„Það verða aðrir úrslitaleikir og við munum berjast um fleiri titla. Ég ætla að líta fram á veginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×