Enski boltinn

Van der Sar fær kveðjuleik hjá Ajax

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hollenska úrvalsdeildarfélagið Ajax hefur ákveðið að félagið muni gefa markverðinum Edwin van der Sar kveðjuleik.

Van der Sar spilaði reyndar síðast með Manchester United en hann lagði hanskana á hilluna eftir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu um síðustu helgi.

Hann lék þó áður með Ajax, frá 1991 til 1999, og á alls 311 leiki að baki með félaginu. Hann fór þaðan til Juventus, þá Fulham áður en hann samdi við United fyrir sex árum síðan.

Margir af gömlum liðsfélögum Van der Sar munu taka þátt í kveðjuleiknum sem fer fram þann 3. ágúst næstkomandi á Amsterdam ArenA, heimavelli Ajax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×