Enski boltinn

Allardyce býst við að missa sterkustu leikmennina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sam Allardyce, nýr knattspyrnustjóri West Ham, á von á því að félagið muni í sumar missa sína sterkustu leikmenn frá félaginu.

Þar fer fremstur í flokki Scott Parker sem var valinn leikmaður ársins í Englandi. Aðrir sem eru sagðir líklegir til að fara eru Thomas Hitzlsperger, Demba Ba, Robert Green og Carlton Cole.

„Ég veit ekki hvort mér tekst að halda Parker. Við verðum að bíða og sjá til en það lítur út fyrir að það verði erfitt,“ sagði Allardyce í samtali við enska fjölmiðla.

„Ég hef ekki rætt við Scott um þetta en ég hef rætt við David Sullivan (einn eiganda West Ham) og það hafa engin tilboð borist enn.“

„En sjálfsagt munu stærstu nöfnin fara annað af fjárhagslegum ástæðum. Félagið verður af miklum tekjum við það að falla úr úrvalsdeildinni og verður að aðlagast því.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×