Enski boltinn

Elmohamady keyptur til Sunderland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elmohamady í leik með Sunderland
Elmohamady í leik með Sunderland Mynd/Getty Images
Sunderland hafa gengið frá kaupum á egypska landsliðsmanninum Ahmed Elmohamady frá ENPPI í Egyptalandi. Leikmaðurinn var á mála hjá svörtu köttunum í vetur og stóð sig vel að mati Steve Bruce knattspyrnustjóra félagsins.

„Ahmed stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili og hefur margt til brunns að bera. Við hlökkum til að hjálpa honum að bæta sig og ég á von á miklu frá honum," sagði Steve Bruce á heimasíðu Sunderland.

Kantmaðurinn 23 ára sem getur einnig leyst stöðu bakvarðar skrifaði undir þriggja ára samning við Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×