Enski boltinn

Usain Bolt segist nógu góður fyrir Manchester United

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Usain Bolt á úrslitaleik Meistaradeildar á Wembley í maí
Usain Bolt á úrslitaleik Meistaradeildar á Wembley í maí Mynd/Getty Images
„Ég vil prófa knattspyrnu eftir að ég legg hlaupaskóna á hilluna því ég hef fylgst með fótbolta í gegnum árin. Ég held ég gæti gert góða hluti,“ segir Usain Bolt hraðasti hlaupari heims í viðtali við BBC.

Bolt sem er heimsmethafi í 100 og 200 metra hlaupi telur sig nógu góðan fyrir Englandsmeistara Manchester United.

„Ég hlakka mjög til þess (að spila fótbolta) og tel mig klárlega nógu góðan til þess að spila fyrir Manchester United.“

Bolt segist þó þurfa að vinna í boltatækni sinni.

„Hraði minn gerir mig nógu góðan. Auk þess hef ég tækni en þarf að laga hana aðeins. Þá ætti ég að vera nógu góður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×