Enski boltinn

Dave Jones rekinn frá Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska B-deildarfélagið Cardiff City rak í dag knattspyrnustjórann Dave Jones eftir sex ára veru hjá félaginu.

Cardiff varð í fjórða sæti deildarinnar í vor en tapaði fyrir Reading í undanúrslitum umspilskeppninnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er annað árið í röð sem Cardiff kemst ekki í gegnum umspilið.

Jones kom Cardiff í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar árið 2008 en liðið tapaði þá fyrir Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth.

„Við viljum þakka Dave Jones fyrir hans framlag til félagsins undanfarin sex ár,“ sagði Gethin Jenkins, stjórnarformaður Cardiff. „Hann veit að hann skilur við félagið í betra ásigkomulagi en þegar hann tók við.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×