Enski boltinn

Ferguson: Berbatov kvartar aldrei yfir bekkjarsetunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov.
Þó svo Dimitar Berbatov sé markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur hann mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá Man. Utd á kostnað Mexíkóans Javier Hernandez.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að Berbatov hafi tekið þessum aðstæðum og aldrei kvartað yfir bekkjarsetunni.

"Spilamennska Hernandez hefur gert mér erfitt fyrir í því að láta Dimitar spila. Javier er bara að spila frábærlega. Dinmitar skilur það og kvartar aldrei. Hann mun samt spila á morgun og vonandi endar hann sem markakóngur," sagði Ferguson.

Ferguson hefur einnig staðfest að markvörðurinn Edwin van der Sar muni verða fyrirliði United í leiknum gegn Blackpool á morgun. Það verður hans síðasti leikur í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×