Enski boltinn

Redknapp hefur áhuga á Parker

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Parker mun kveðja West Ham í sumar.
Parker mun kveðja West Ham í sumar.
Harry Redknapp, stjóri Spurs, er þegar byrjaður að hugsa um leikmannamálin fyrir næstu leiktíð og einn af þeim mönnum sem hann hefur áhuga á er Scott Parker, leikmaður West Ham.

Parker átti frábæra leiktíð fyrir West Ham þó svo liðið hafi fallið. Redknapp segir að þar fari leikmaður með mikla leiðtogahæfileika sem myndi nýtast sínu liði vel.

"Okkur vantar einn til tvo leikmenn með sterkan karakter. Það þarf að hafa nokkra leiðtoga í liðinu og ég myndi helst vilja finna enska leikmenn sem hafa þessi einkenni," sagði Redknapp.

"Scott talar ekki mikið en hann leiðir með góðu fordæmi á vellinum. Okkur vantar leikmenn eins og hann. Það munu mörg félög berjast um hann og ég heyri að bæði Arsenal og Liverpool hafi áhuga."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×