Íslenski boltinn

Kristján Örn og félagar slógu Stabæk úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson.
Kristján Örn Sigurðsson. Mynd/Valli
Það var spilað í norsku bikarkeppninni í dag og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni. Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrir Stabæk en það dugði ekki til gegn B-deildarliðinu Hönefoss.

Hönefoss vann á endanum 3-1 sigur en Kristján Örn Sigurðsson leikur með liðinu. Pálmi Rafn, Bjarni Ólafur Eiríksson og Veigar Páll Gunnarsson voru allir í byrjunarliði Stabæk.

Lilleström vann Sandefjord í vítaspyrnukeppni, 5-4, eftir að staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Lilleström en tók ekki þátt í vítaspyrnukeppninni.

Þá vann Viking 2-0 sigur á Sandnes Ulf. Indriði Sigurðsson og Birkir Bjarnason léku allan leikinn með Viking sem og Steinþór Freyr Þorsteinsson í liði Sandnes Ulf.

Atli Heimisson lék í liði Asker sem tapaði, 2-0, fyrir Sogndal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×