Enski boltinn

Kolo Touré fær að vita það í dag hversu langt bannið verður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolo Touré, leikmaður Manchester City.
Kolo Touré, leikmaður Manchester City. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kolo Touré, leikmaður Manchester City, fær að vita það í dag hvort að hann verður dæmdur í bann fyrir að falla lyfjprófi og hversu langt þá bannið verður. Touré kemur í dag fyrir framan aganefnd enska knattspyrnusambandsins þar sem hann mun skýra frá sinni hlið málsins.

Touré féll á lyfjaprófi í febrúar en hann hélt því fram að hann hafi aðeins tekið megrunartöflur eiginkonunnar og ekki vitað að þau innihéldu ólögleg efni. Manchester City setti hann strax í bann og hann hefur því ekki spilað í þrjá mánuði.

Touré sem er 30 ára varnarmaður er þó tilbúinn fyrir það versta en hann gæti fengið langt bann eða allt að tveimur árum. Touré er fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til að falla á lyfjaprófi síðan að Chelsea-maðurinn Adrian Mutu féll á sínum tíma fyrir notkun eiturlyfja.

Annað dæmi er af Manchester United manninum Rio Ferdinand sem var dæmdur í átta mánaða bann og til að greiða 50 þúsund pund í sekt árið 2003 fyrir að skrópa í lyfjapróf. Það er búist við að bann og sekt Touré gæti verið eitthvað í líkingu við það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×