Enski boltinn

Sir Alex má eyða mun meiri pening í sumar en síðustu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eigendur Manchester United hafa gefið stjóranum Sir Alex Ferguson grænt ljós á að styrkja liðið sitt í sumar og mun Skotinn snjalli fá mun meiri pening í leikmenn í sumar en hann hefur fengið undanfarin ár ef marka má heimildir Guardian.

Ferguson er þegar búinn að ganga frá kaupunum á David de Gea, tvítugum markverði Atlético Madrid, fyrir 17 milljónir punda en hann fær líka leyfi til að reyna við bestu fótboltamenn heimsins.

Stuðningsmenn United hafa haft af því talsverðar áhyggjur að Glazers-fjölskyldan héldi að sér höndum þegar kæmi að því að eyða í stjörnuleikmenn ekki síst eftir að félagið lét þá Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez fara á einu bretti sumarið 2009.

Manchester United hefur aðeins keypt einn leikmann á síðustu fjórtán árum sem hefur verið orðinn 27 ára gamall og kostað meira en þrjár milljónir punda. Dimitar Berbatov var keyptur á 31 milljón punda frá Tottenham sumarið 2006.

Áherslan hefur því verið á það að kaupa unga leikmenn með gott endursöluverð en nú er von á heimsþekktum leikmönnum á Old Trafford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×