Fótbolti

Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Abidal lyftir hér bikarnum.
Eric Abidal lyftir hér bikarnum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld.

Eric Abidal lék allan leikinn aðeins rúmum tveimur mánuðum eftir að hann fór í uppskurð vegna krabbameins í lifur. Hann náði ótrúlegum bata og spilaði frábærlega í kvöld.

Xavi Hernández byrjaði leikinn sem fyrirliði en Carles Puyol tók við bandinu þegar hann kom inn á sem varamaður. Puyol er aðalfyrirliði Barcelona.

Hér fyrir neðan má sjá fullt af myndum frá AP-myndaþjónustunni. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.