Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Vorum ekki langt frá því að taka þrjú stig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Örn Bjarnason spilandi þjálfari Grindavíkur var ánægður með baráttuna hjá liði sínu á Kópavogsvelli í kvöld.

„Það var vitað mál fyrir leikinn að ellefu gegn ellefu þyrftum við að vera svolítið í vörn. En tíu á móti ellefu er ekki auðveldara gegn Breiðablik á útivelli. Mér fannst menn gera sér grein fyrir því að það væri varnarleikur sem teldi, að hlaupa og berjast."

Grindvíkingar lágu tilbaka manni færri með góðum árangri. Blikum gekk illa að skapa sér hættulega færi og það var farið að fara um Blikana í stúkunni þegar múrinn loksins brast.

„Við vorum ekki langt frá því að taka þrjú stig hér í dag. Við fáum færi í stöðunni 0-1 þar sem Robbie fær mjög gott færi og það er bjargað á línu frá okkur í stöðunni 2-1. Með smáheppni hefðum við getað tekið eitthvað með okkur," sagði Ólafur Örn.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Fyrsti sigur Íslandsmeistaranna

Íslandsmeistarar Breiðabliks fögnuðu fyrsta sigri sínum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu vel og innilega í kvöld en Grindvíkingar fóru tómhentir heim. Marki undir og manni fleiri þurftu Blikar að vera þolinmóðir í aðgerðum sínum og þolinmæðin skilaði að lokum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×