Íslenski boltinn

Hólmar Örn: Gaman að koma aftur á sinn gamla heimavöll

Ari Erlingsson í Keflavík skrifar
Hólmar Örn.
Hólmar Örn.
Hólmar Örn Rúnarsson miðjumaður FH-inga sagðist í samtali við blaðamann vera ósáttur við það að missa niður forskot á seinusti andartökum leiksins en að sama skapi þótt honum gaman að koma aftur á sinn gamla heimavöll og kljást við fyrrum liðsfélaga.

„Ég er þokkalega sáttur við þennan leik þó ég hefði auðvitað viljað klára hann með 3 stigum og  jú vissulega súrt að fá mark á sig alveg í lokin. Þetta var bara barningur í fyrri hálfleik en í þeim seinni fannst mér við fá aðeins opnari færi en að sama skapi hefðu þeir getað nýtt sér liðsmuninn enn betur og stolið öllum þremur stigunum  Keflvíkingar eru mjög baráttuglaðir og erfitt að eiga við þá.“

„Það er bara gaman að koma aftur á sinn gamla heimavöll. Fyrstu mínúturnar var auðvitað svolítið skrýtið að horfa framan í andlitin á mönnum sem maður hafði spilað með í 10-15 ár, en það vandist.“ Aðspurður hvort hann hefði fagnað ef hann hefði skoraði gegn sínum gömlu félögum hafði Hólmar þetta að segja. „Ég skora nú svo sjaldan að ég var nú ekki einu sinni byrjaður að hugsa út í það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×