Íslenski boltinn

Jón Vilhelm: Sköpuðum okkur lítið sem ekki neitt

Mynd/Valli
„Við létum boltann ganga ágætlega á milli okkar en þegar við komumst á síðasta þriðjunginn gerðist voðalega lítið. Áttum stangarskot, eitthvað klafs í teignum en það var ekkert meira en það," sagði Jón Vilhelm Ákason vængmaður Vals að leik loknum.

Valsmenn voru án Arnars Sveins Geirssonar og Hauks Páls Sigurðssonar í leiknum. Arnar Sveinn verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla og Haukur Páll glímir við meiðsli en þó á leikskýrslu.

„Þeir eru alveg mikilvægir en við eigum að geta klárað leiki án þeirra. Haukur verður örugglega klár í næsta leik býst ég við."

Fylkismenn virkuðu þyrstir í þrjú stig og sigur þeirra sanngjarn að mati blaðamanns.

„Jú við getum svo sem sagt það. Þeir skoruðu tvö, við eitt. Við vorum meira með boltann en við sköpuðum okkur lítið sem ekki neitt."


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fylkis gegn Val

Fylkismenn unnu 2-1 baráttusigur á Valsmönnum í Lautinni í Árbænum í kvöld. Þórir Hannesson og Albert Brynjar Ingason komu Fylki í 2-0 áður en bakvörðurinn Jónas Tór Næs minnkaði muninn með skallamarki í lok leiksins. Sigur Fylkis var sanngjarn þar sem þeir voru beittari í aðgerðum sínum og sköpuðu sér hættulegri færi. Valsarar voru hins vegar bitlausir fram á við og fundu ekki leiðina í markið fyrr en of seint. Fylkismenn eru með sigrinum komnir í hóp efstu liða deildarinnar með sjö stig en Valsmenn koma skammt undan með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×