Fótbolti

Stekelenburg missti verðlaunagripinn í fögnuðinum líkt og Ramos

Maarten Stekelenburg markvörður Ajax fagnaði hollenska meistaratitlinum með félögum sínum um helgina og var titlinum vel fagnað enda hefur liðið ekki unnið titilinn frá árinu 2004. Stekelenburg vakti mesta athygli allra í fagnarlátunum en hann tók „einn Ramos" þegar hann missti verðlaunaskjöldin niður af þaki rútunnar sem flutti liðið í gegnum Amsterdam og fór verðlaunagripurinn undir næstu rútu sem ók á eftir. Myndband af atvikinu má sjá með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Ajax tryggði sér titilinn með því að vinna Twente 3-1 á heimavelli en Twente hafði titil að verja og var einu stigi fyrir ofan Ajax fyrir leikinn. Þetta er 30. meistaratitill Ajax frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×