Fótbolti

Maradona verður næsti þjálfari Al Wasl í Dubai

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
AFP
Diego Maradona, fyrrum leikmaður heimsmeistaraliðs Argentínu í fótbolta, hefur látið lítið fyrir sér fara frá því hann var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Argentínu eftir HM í Suður-Afríku í fyrra. Maradona hefur nú nóg fyrir stafni því hann skrifaði um helgina undir samning til tveggja ára við Al Wasl í Dubai – og verður án efa fróðlegt að fylgjast með framvindu mála þar á bæ næstu misserin.

Maradona er fimmtugur og undir hans stjórn komst landslið Argentínu í átta liða úrslit á HM í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×