Enski boltinn

Swansea komið á Wembley eftir 3-1 sigur á Forest

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Dobbie fagnar marki sínu.
Stephen Dobbie fagnar marki sínu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Swansea City tryggði sér sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á Nottingham Forest í seinni undanúrslitaleik liðanna í Swansea í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli í fyrri leiknum.

Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í London og þar mætir Swansea City annaðhvort Cardiff eða Reading sem mætast í seinni undanúrslitaleik sínum á morgun. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Reading.

Leon Britton kom Swansea í 1-0 eftir 28 mínútur með frábæru skoti fyrir utan teig og fimm mínútum síðar labbaði Stephen Dobbie í gegnum vörn Forest eftir samspil við Nathan Dyer og kom Swansea í 2-0.

Robert Earnshaw minnkaði muninn í 2-1 á 80. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður tveimur mínútum áður. Það dugði þó ekki til því Darren Pratley innsiglaði sigur Swansea í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×