Fótbolti

Kolbeinn færist nær Ajax

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn í leik með AZ.
Kolbeinn í leik með AZ.
Hollenska blaðið De Telegraaf greinir frá því í dag að Kolbeinn Sigþórsson sé búinn að ná samningi við Ajax og nú eigi einungis eftir að ganga frá kaupverði við félag Kolbeins, AZ Alkmaar.

Alkmaar hefur þegar hafnað tilboði upp á 320 milljónir króna í Kolbein og er sagt vilja fá rúmar 800 milljónir fyrir leikmanninn þó svo hann eigi aðeins ár eftir af samningi sínum við Alkmaar.

De Telegraaf segir enn fremur að Ajax ætli að hækka tilboðið upp í um 500 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×