Fótbolti

Félagar Eggerts teknir með kókaín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Black í leik gegn Rangers.
Black í leik gegn Rangers.
Tveir félagar Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá skoska liðinu Hearts hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa haft kókaín í fórum sínum.

Þetta eru þeir Ian Black, 26 ára, og Robert Ogleby, 19 ára, sem spilar aðeins með unglingaliði félagsins.

Báðir hafa verið kærðir og mál þeirra verður tekið fyrir hjá dómstólum síðar.

Þeir voru ekki einir um að hafa verið gripnir með kókaín um helgina því Garry O´Connor, landsliðsmaður Skotlands, er einnig í vondum málum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×