Enski boltinn

Neville vill að Scholes haldi áfram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kossinn frægi sem Neville gaf Scholes í leik gegn Man. City.
Kossinn frægi sem Neville gaf Scholes í leik gegn Man. City.
Gary Neville þekkti sinn vitjunartíma í boltanum og lagði skóna á hilluna í upphafi ársins. Hann vill ekki sjá félaga sinn Paul Scholes gera slíkt hið sama.

Neville er sammála Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, að Scholes hafi enn fullt fram að færa og vill að hann taki annað ár líkt og Ryan Giggs.

"Það er mikill munur að sjá Scholes spila núna og þegar ég ákvað að hætta. Ef ég hefði verið að spila eins vel og hann þá hefði ég ekki hætt," sagði Neville.

"Nú horfi ég á hann sem stuðningsmaður Man. Utd og vinur. Ég vil sjá hann spila áfram."

Scholes spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man. Utd árið 1994 og hefur skorað 150 mörk í 675 leikjum fyrir félagið.

"Paul er sjálfstæður einstaklingur og hann mun ekki láta aðra hafa áhrif á sína ákvörðun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×