Enski boltinn

Nani: Ég á Ferguson allt að þakka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson hefur búið til hágæðaleikmann úr Nani.
Ferguson hefur búið til hágæðaleikmann úr Nani.
Portúgalinn Nani er heldur betur ánægður með stjórann sinn hjá Man. Utd, Sir Alex Ferguson. Nani segist eiga Ferguson mikið að þakka og hann eigi stærstan þátt í því hversu langt hann hafi náð.

Nani hefur stigið út úr skugga vinar síns Ronaldo í vetur og leikið ákaflega vel. Hann er meðal annars stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni.

"Ferguson hefur verið mér mjög mikilvægur. Hann hefur gefið mér mörg tækifæri og er mikilvægasti maðurinn í minni uppbyggingu sem knattspyrnumaður," sagði Nani.

"Ef ég er að standa mig vel er það honum að þakka og tækifærunum sem hann hefur gefið mér. Hann hefur kennt mér hvernig ég átti að bæta minn leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×