Enski boltinn

Ferguson ætlar að kaupa þrjá nýja leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætlar að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Hann stefnir á að kaupa þrjá leikmenn til að tryggja gott gengi Man. Utd á næstu árum.

Nýr markvörður er forgangsatriði hjá United þar sem Edwin van der Sar er að hætta. Einnig er vafi um framtíð Paul Scholes en hann tekur aldrei meira en eitt ár í viðbót ef hann ákveður að halda áfram.

Svo er óvissa um framtíð þeirra Michael Owen, Wes Brown og Owen Hargreaves. Danny Welbeck og Tom Cleverley koma síðan til baka eftir lán.

"Við höfum ákveðnar hugmyndir um hverja við viljum fá. Vonandi ganga þær hugmyndir eftir," sagði Ferguson.

"Giggs og Scholes nálgast endalokin. Neville er hættur og Van der Sar að hætta. Þarna eru holur sem þarf að fylla til að tryggja að liðið verði áfram á toppnum næstu árin.

"Við erum auðvitað með spennandi unga stráka sem styrkja hópinn. Ég er samt að leita að um þremur nýjum leikmönnum sem mynd bæta gæði hópsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×