Enski boltinn

Man. City ætlar aðeins að kaupa gæðaleikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
City gæti þurft nýjan mann fyrir Tevez sem hugsanlega er á förum.
City gæti þurft nýjan mann fyrir Tevez sem hugsanlega er á förum.
Khaldoon al-Mubarak, stjórnarformaður Man. City, segir að áhersla félagsins í sumar verði á að kaupa gæði frekar en magn. Khaldoon hefur farið mikinn á markaðnum síðustu þrjú ár og leikmannahópur félagsins orðinn stór og sterkur. Félagið þarf því ekki að kaupa marga leikmenn. Áherslan verður því á að kaupa aðeins mjög góða leikmenn.

"Þetta verður ekki eins og síðustu sumur. Nú munum við eingöngu kaupa í stöður þar sem við teljum okkur þurfa styrkingu. Okkur vantar ekki marga leikmenn. Okkur vantar líklega aðeins um tvo leikmenn," sagði al-Mubarak.

City hefur þegar eytt 350 milljónum punda í leikmenn síðan Sheikh Mansour keypti það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×