Enski boltinn

Wenger hefur áhyggjur af Twitter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney er þegar byrjaður að missa sig á Twitter.
Rooney er þegar byrjaður að missa sig á Twitter.
Wayne Rooney gæti verið í vandræðum eftir upphlaup á Twitter þar sem hann hótaði að svæfa mann á tíu sekúndum. Rooney er ekki fyrsti maðurinn sem lætur æsa sig upp á samskiptasíðunni.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Twitter sé fínt tæki fyrir leikmenn til þess að vera í betri tengslum við stuðningsmenn en hann óttast einnig neikvæðu hliðarnar þar sem menn kunni ekki alltaf að bregðast rétt við.

Það hefur einmitt gerst nokkuð reglulega og hefur enska knattspyrnusambandið þurft að aðvara leikmenn vegna Twitter-færslna.

"Við leyfum leikmönnum að nota Twitter sem stendur. Við erum samt að hugsa um hvernig best sé að nota síðuna. Reynslan verður að sýna okkur í hvaða átt þessi notkun fer," sagði Wenger sem útilokar ekki að hreinlega ritstýra Twitter-færslum leikmanna í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×