Innlent

Björninn á leið til Reykjavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík á Vestfjörðum fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Gert er ráð fyrir að þyrlan lendi í Reykjavík um hálfsjö í kvöld. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti.

Það var um níuleytið í morgun sem áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar.




Tengdar fréttir

Ísbjörn á Hornströndum

Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið.

Björninn felldur í Hornvík

Ísbjörninn sem sást við Hælavík á Hornströndum í morgun hefur verið felldur. Það voru lögreglumenn sem skutu dýrið en það var þá komið yfir í Hornvík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×