Innlent

Björninn felldur í Hornvík

Ísbjörninn sem sást við Hælavík á Hornströndum í morgun hefur verið felldur. Það voru lögreglumenn sem skutu dýrið en það var þá komið yfir í Hornvík.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu og það voru lögreglumenn um borð sem skutu dýrið. Erfiðlega hefur gengið að ná sambandi við þyrlu Gæslunnar en upplýsingar um málið hafa borist til Umhverfisstofnunar frá sjómönnum sem sáu dýrið skotið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×