Innlent

Björninn felldur í Hornvík

Ísbjörninn sem sást við Hælavík á Hornströndum í morgun hefur verið felldur. Það voru lögreglumenn sem skutu dýrið en það var þá komið yfir í Hornvík.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu og það voru lögreglumenn um borð sem skutu dýrið. Erfiðlega hefur gengið að ná sambandi við þyrlu Gæslunnar en upplýsingar um málið hafa borist til Umhverfisstofnunar frá sjómönnum sem sáu dýrið skotið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×