Íslandsheimsóknir hvítabjarna hluti af eðlilegu lífsmunstri 5. maí 2011 18:45 Ævar Petersen dýrafræðingur segir Ísland hluta af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem hingað koma. Þau hafa orðið örlög allra hvítabjarna, sem sést hafa hérlendis undanfarna áratugi, að þeir voru allir drepnir. Ævar Petersen telur þetta ranga stefnu, og raunar lögbrot: "Þeir eru friðaðir. Það er alger undantekning ef á að fella þá. Þannig að það má ekki vera hin almenna regla að fella hvern einasta hvítabjörn sem kemur hingað. Ef það er niðurstaða stjórnvalda, þá verður að breyta lögunum," segir Ævar. Hann viðurkennir hættuna. Hvítabirnir séu hættuleg dýr sem geti drepið mann í einu höggi. Það réttlæti þó ekki að hvert einasta dýr sé skotið. "Ég held að það eigi frekar að svæfa þau. Það er einfalt mál." Ef ástand þeirra reynist dapurt megi svæfa þau fyrir fullt og allt en síðan verði að vera til áætlun um hvað eigi að gera við dýrin. Menn geti sett þau í Húsadýragarðinn, sent þau til Grænlands eða sleppt þeim, með gervihnattasendi, til að kanna hvort þau snúi aftur til Grænlands. "Ég held að mörg þessara dýra, ef þau eru í góðu ástandi, muni fara aftur heim," segir Ævar. En geta Íslendingar ekki búið í sambýli við ísbirni, eins og menn gera til dæmis í Kanada, Grænlandi og Rússlandi? "Við Íslendingar kunnum það bara ekki," svarar hann. Ævar telur að birnir sem hingað koma séu eðlilegur hluti af stofninum. En má þá telja Ísland sem hluta af búsvæðum ísbjarna? "Ég held að það sé. Við erum á ystu mörkum, reyndar," svarar Ævar og bendir á að vitað sé um 600 birni að minnsta kosti sem komið hafi til Íslands í gegnum aldirnar. Komur bjarndýra til Íslands verði því að teljast eðlilegar. "Það er ekki eitthvað sem er algjör undantekning. Það er hluti af þessu eðlilega lífsmunstri hvítabjarna," segir Ævar. Tengdar fréttir Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2. maí 2011 17:29 Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2. maí 2011 09:54 Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4. maí 2011 18:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ævar Petersen dýrafræðingur segir Ísland hluta af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem hingað koma. Þau hafa orðið örlög allra hvítabjarna, sem sést hafa hérlendis undanfarna áratugi, að þeir voru allir drepnir. Ævar Petersen telur þetta ranga stefnu, og raunar lögbrot: "Þeir eru friðaðir. Það er alger undantekning ef á að fella þá. Þannig að það má ekki vera hin almenna regla að fella hvern einasta hvítabjörn sem kemur hingað. Ef það er niðurstaða stjórnvalda, þá verður að breyta lögunum," segir Ævar. Hann viðurkennir hættuna. Hvítabirnir séu hættuleg dýr sem geti drepið mann í einu höggi. Það réttlæti þó ekki að hvert einasta dýr sé skotið. "Ég held að það eigi frekar að svæfa þau. Það er einfalt mál." Ef ástand þeirra reynist dapurt megi svæfa þau fyrir fullt og allt en síðan verði að vera til áætlun um hvað eigi að gera við dýrin. Menn geti sett þau í Húsadýragarðinn, sent þau til Grænlands eða sleppt þeim, með gervihnattasendi, til að kanna hvort þau snúi aftur til Grænlands. "Ég held að mörg þessara dýra, ef þau eru í góðu ástandi, muni fara aftur heim," segir Ævar. En geta Íslendingar ekki búið í sambýli við ísbirni, eins og menn gera til dæmis í Kanada, Grænlandi og Rússlandi? "Við Íslendingar kunnum það bara ekki," svarar hann. Ævar telur að birnir sem hingað koma séu eðlilegur hluti af stofninum. En má þá telja Ísland sem hluta af búsvæðum ísbjarna? "Ég held að það sé. Við erum á ystu mörkum, reyndar," svarar Ævar og bendir á að vitað sé um 600 birni að minnsta kosti sem komið hafi til Íslands í gegnum aldirnar. Komur bjarndýra til Íslands verði því að teljast eðlilegar. "Það er ekki eitthvað sem er algjör undantekning. Það er hluti af þessu eðlilega lífsmunstri hvítabjarna," segir Ævar.
Tengdar fréttir Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2. maí 2011 17:29 Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2. maí 2011 09:54 Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4. maí 2011 18:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2. maí 2011 17:29
Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2. maí 2011 09:54
Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4. maí 2011 18:41