Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2011 18:41 Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar en þeir svæfðu ísbjörn á strönd við Beaufort-haf norður af Alaska og settu á hann hálsól með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Ferðalagi hans var þar með ekki lokið því hann hélt áfram för sinni á hafís og ýmist gekk eða synti 1.800 kílómetra til viðbótar áður en vísindamenn fönguðu hann á ný tveimur mánuðum síðar til mælinga. Björninn hafði þá gengið mikið á fituforða sinn og misst 22% af líkamsþyngd sinni. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Ef björninn færi aðeins að ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna, gæti hann með sama krafti synt fjórar ferðir án næringar og ef hafís væri 50 kílómetra undan ströndum, eins og var þegar tveir birnir voru skotnir í Skagafirði vorið 2008, blasir við að það er einfalt fyrir ísbirni að synda á milli. Þeir eru einnig taldir skynja segulsvið og hafa einskonar innbyggðan áttavita því þeir virðast rata á sundi þó þeir sjái hvergi til lands. Þeir eru jafnframt einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í þrjátíu kílómetra fjarlægð, og þekkt er dæmi um karldýr sem þefaði uppi kvendýr í hundrað kílómetra fjarlægð. Selir eru þeirra uppáhaldsfæða og athyglisvert er að birnirnir á undanförnum árum hafa flestir komið til Íslands í maí og júní, á sama tíma og landsselir kæpa, og freistandi að spyrja hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokkar þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Spurningar vakna um hvort það séu í raun villuráfandi, sjúk og réttdræp dýr sem hingað leita eða hvort það séu heilbrigðir birnir að þefa uppi tímabundna kópaveislu á vorin. Upplýsingar um sundþrek, þefskyn og ratvísi hvítabjarna sýna að minnsta kosti að þeir geta auðveldlega synt til baka frá Íslandi út á Grænlandsísinn, jafnvel þótt þær hafi ekki nærst í langan tíma. Björninn sem drepinn var á Hornvík í fyrradag fékk hins vegar ekki tækifæri til að sýna hvort hann myndi snúa aftur til Grænlands. Var hann þó skotinn inni á friðlandi, þar sem engum búfénaði var ógnað og næstu byggðu ból víðsfjarri; í Skjaldfönn og handan Djúps í Bolungarvík. Hálsól með sendi hefði gefið mönnum færi á að fylgjast með ferðum hans. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar en þeir svæfðu ísbjörn á strönd við Beaufort-haf norður af Alaska og settu á hann hálsól með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Ferðalagi hans var þar með ekki lokið því hann hélt áfram för sinni á hafís og ýmist gekk eða synti 1.800 kílómetra til viðbótar áður en vísindamenn fönguðu hann á ný tveimur mánuðum síðar til mælinga. Björninn hafði þá gengið mikið á fituforða sinn og misst 22% af líkamsþyngd sinni. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Ef björninn færi aðeins að ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna, gæti hann með sama krafti synt fjórar ferðir án næringar og ef hafís væri 50 kílómetra undan ströndum, eins og var þegar tveir birnir voru skotnir í Skagafirði vorið 2008, blasir við að það er einfalt fyrir ísbirni að synda á milli. Þeir eru einnig taldir skynja segulsvið og hafa einskonar innbyggðan áttavita því þeir virðast rata á sundi þó þeir sjái hvergi til lands. Þeir eru jafnframt einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í þrjátíu kílómetra fjarlægð, og þekkt er dæmi um karldýr sem þefaði uppi kvendýr í hundrað kílómetra fjarlægð. Selir eru þeirra uppáhaldsfæða og athyglisvert er að birnirnir á undanförnum árum hafa flestir komið til Íslands í maí og júní, á sama tíma og landsselir kæpa, og freistandi að spyrja hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokkar þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Spurningar vakna um hvort það séu í raun villuráfandi, sjúk og réttdræp dýr sem hingað leita eða hvort það séu heilbrigðir birnir að þefa uppi tímabundna kópaveislu á vorin. Upplýsingar um sundþrek, þefskyn og ratvísi hvítabjarna sýna að minnsta kosti að þeir geta auðveldlega synt til baka frá Íslandi út á Grænlandsísinn, jafnvel þótt þær hafi ekki nærst í langan tíma. Björninn sem drepinn var á Hornvík í fyrradag fékk hins vegar ekki tækifæri til að sýna hvort hann myndi snúa aftur til Grænlands. Var hann þó skotinn inni á friðlandi, þar sem engum búfénaði var ógnað og næstu byggðu ból víðsfjarri; í Skjaldfönn og handan Djúps í Bolungarvík. Hálsól með sendi hefði gefið mönnum færi á að fylgjast með ferðum hans.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira