Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2011 18:41 Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar en þeir svæfðu ísbjörn á strönd við Beaufort-haf norður af Alaska og settu á hann hálsól með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Ferðalagi hans var þar með ekki lokið því hann hélt áfram för sinni á hafís og ýmist gekk eða synti 1.800 kílómetra til viðbótar áður en vísindamenn fönguðu hann á ný tveimur mánuðum síðar til mælinga. Björninn hafði þá gengið mikið á fituforða sinn og misst 22% af líkamsþyngd sinni. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Ef björninn færi aðeins að ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna, gæti hann með sama krafti synt fjórar ferðir án næringar og ef hafís væri 50 kílómetra undan ströndum, eins og var þegar tveir birnir voru skotnir í Skagafirði vorið 2008, blasir við að það er einfalt fyrir ísbirni að synda á milli. Þeir eru einnig taldir skynja segulsvið og hafa einskonar innbyggðan áttavita því þeir virðast rata á sundi þó þeir sjái hvergi til lands. Þeir eru jafnframt einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í þrjátíu kílómetra fjarlægð, og þekkt er dæmi um karldýr sem þefaði uppi kvendýr í hundrað kílómetra fjarlægð. Selir eru þeirra uppáhaldsfæða og athyglisvert er að birnirnir á undanförnum árum hafa flestir komið til Íslands í maí og júní, á sama tíma og landsselir kæpa, og freistandi að spyrja hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokkar þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Spurningar vakna um hvort það séu í raun villuráfandi, sjúk og réttdræp dýr sem hingað leita eða hvort það séu heilbrigðir birnir að þefa uppi tímabundna kópaveislu á vorin. Upplýsingar um sundþrek, þefskyn og ratvísi hvítabjarna sýna að minnsta kosti að þeir geta auðveldlega synt til baka frá Íslandi út á Grænlandsísinn, jafnvel þótt þær hafi ekki nærst í langan tíma. Björninn sem drepinn var á Hornvík í fyrradag fékk hins vegar ekki tækifæri til að sýna hvort hann myndi snúa aftur til Grænlands. Var hann þó skotinn inni á friðlandi, þar sem engum búfénaði var ógnað og næstu byggðu ból víðsfjarri; í Skjaldfönn og handan Djúps í Bolungarvík. Hálsól með sendi hefði gefið mönnum færi á að fylgjast með ferðum hans. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar en þeir svæfðu ísbjörn á strönd við Beaufort-haf norður af Alaska og settu á hann hálsól með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Ferðalagi hans var þar með ekki lokið því hann hélt áfram för sinni á hafís og ýmist gekk eða synti 1.800 kílómetra til viðbótar áður en vísindamenn fönguðu hann á ný tveimur mánuðum síðar til mælinga. Björninn hafði þá gengið mikið á fituforða sinn og misst 22% af líkamsþyngd sinni. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Ef björninn færi aðeins að ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna, gæti hann með sama krafti synt fjórar ferðir án næringar og ef hafís væri 50 kílómetra undan ströndum, eins og var þegar tveir birnir voru skotnir í Skagafirði vorið 2008, blasir við að það er einfalt fyrir ísbirni að synda á milli. Þeir eru einnig taldir skynja segulsvið og hafa einskonar innbyggðan áttavita því þeir virðast rata á sundi þó þeir sjái hvergi til lands. Þeir eru jafnframt einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í þrjátíu kílómetra fjarlægð, og þekkt er dæmi um karldýr sem þefaði uppi kvendýr í hundrað kílómetra fjarlægð. Selir eru þeirra uppáhaldsfæða og athyglisvert er að birnirnir á undanförnum árum hafa flestir komið til Íslands í maí og júní, á sama tíma og landsselir kæpa, og freistandi að spyrja hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokkar þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Spurningar vakna um hvort það séu í raun villuráfandi, sjúk og réttdræp dýr sem hingað leita eða hvort það séu heilbrigðir birnir að þefa uppi tímabundna kópaveislu á vorin. Upplýsingar um sundþrek, þefskyn og ratvísi hvítabjarna sýna að minnsta kosti að þeir geta auðveldlega synt til baka frá Íslandi út á Grænlandsísinn, jafnvel þótt þær hafi ekki nærst í langan tíma. Björninn sem drepinn var á Hornvík í fyrradag fékk hins vegar ekki tækifæri til að sýna hvort hann myndi snúa aftur til Grænlands. Var hann þó skotinn inni á friðlandi, þar sem engum búfénaði var ógnað og næstu byggðu ból víðsfjarri; í Skjaldfönn og handan Djúps í Bolungarvík. Hálsól með sendi hefði gefið mönnum færi á að fylgjast með ferðum hans.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent