Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2011 18:41 Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar en þeir svæfðu ísbjörn á strönd við Beaufort-haf norður af Alaska og settu á hann hálsól með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Ferðalagi hans var þar með ekki lokið því hann hélt áfram för sinni á hafís og ýmist gekk eða synti 1.800 kílómetra til viðbótar áður en vísindamenn fönguðu hann á ný tveimur mánuðum síðar til mælinga. Björninn hafði þá gengið mikið á fituforða sinn og misst 22% af líkamsþyngd sinni. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Ef björninn færi aðeins að ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna, gæti hann með sama krafti synt fjórar ferðir án næringar og ef hafís væri 50 kílómetra undan ströndum, eins og var þegar tveir birnir voru skotnir í Skagafirði vorið 2008, blasir við að það er einfalt fyrir ísbirni að synda á milli. Þeir eru einnig taldir skynja segulsvið og hafa einskonar innbyggðan áttavita því þeir virðast rata á sundi þó þeir sjái hvergi til lands. Þeir eru jafnframt einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í þrjátíu kílómetra fjarlægð, og þekkt er dæmi um karldýr sem þefaði uppi kvendýr í hundrað kílómetra fjarlægð. Selir eru þeirra uppáhaldsfæða og athyglisvert er að birnirnir á undanförnum árum hafa flestir komið til Íslands í maí og júní, á sama tíma og landsselir kæpa, og freistandi að spyrja hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokkar þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Spurningar vakna um hvort það séu í raun villuráfandi, sjúk og réttdræp dýr sem hingað leita eða hvort það séu heilbrigðir birnir að þefa uppi tímabundna kópaveislu á vorin. Upplýsingar um sundþrek, þefskyn og ratvísi hvítabjarna sýna að minnsta kosti að þeir geta auðveldlega synt til baka frá Íslandi út á Grænlandsísinn, jafnvel þótt þær hafi ekki nærst í langan tíma. Björninn sem drepinn var á Hornvík í fyrradag fékk hins vegar ekki tækifæri til að sýna hvort hann myndi snúa aftur til Grænlands. Var hann þó skotinn inni á friðlandi, þar sem engum búfénaði var ógnað og næstu byggðu ból víðsfjarri; í Skjaldfönn og handan Djúps í Bolungarvík. Hálsól með sendi hefði gefið mönnum færi á að fylgjast með ferðum hans. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar en þeir svæfðu ísbjörn á strönd við Beaufort-haf norður af Alaska og settu á hann hálsól með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Ferðalagi hans var þar með ekki lokið því hann hélt áfram för sinni á hafís og ýmist gekk eða synti 1.800 kílómetra til viðbótar áður en vísindamenn fönguðu hann á ný tveimur mánuðum síðar til mælinga. Björninn hafði þá gengið mikið á fituforða sinn og misst 22% af líkamsþyngd sinni. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Ef björninn færi aðeins að ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna, gæti hann með sama krafti synt fjórar ferðir án næringar og ef hafís væri 50 kílómetra undan ströndum, eins og var þegar tveir birnir voru skotnir í Skagafirði vorið 2008, blasir við að það er einfalt fyrir ísbirni að synda á milli. Þeir eru einnig taldir skynja segulsvið og hafa einskonar innbyggðan áttavita því þeir virðast rata á sundi þó þeir sjái hvergi til lands. Þeir eru jafnframt einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í þrjátíu kílómetra fjarlægð, og þekkt er dæmi um karldýr sem þefaði uppi kvendýr í hundrað kílómetra fjarlægð. Selir eru þeirra uppáhaldsfæða og athyglisvert er að birnirnir á undanförnum árum hafa flestir komið til Íslands í maí og júní, á sama tíma og landsselir kæpa, og freistandi að spyrja hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokkar þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Spurningar vakna um hvort það séu í raun villuráfandi, sjúk og réttdræp dýr sem hingað leita eða hvort það séu heilbrigðir birnir að þefa uppi tímabundna kópaveislu á vorin. Upplýsingar um sundþrek, þefskyn og ratvísi hvítabjarna sýna að minnsta kosti að þeir geta auðveldlega synt til baka frá Íslandi út á Grænlandsísinn, jafnvel þótt þær hafi ekki nærst í langan tíma. Björninn sem drepinn var á Hornvík í fyrradag fékk hins vegar ekki tækifæri til að sýna hvort hann myndi snúa aftur til Grænlands. Var hann þó skotinn inni á friðlandi, þar sem engum búfénaði var ógnað og næstu byggðu ból víðsfjarri; í Skjaldfönn og handan Djúps í Bolungarvík. Hálsól með sendi hefði gefið mönnum færi á að fylgjast með ferðum hans.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda