Íslenski boltinn

Bjarni: Vantaði meiri grimmd

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar.
„Fyrsta stigið er komið en við hefðum viljað hafa þau þrjú. Við vorum í heildina ívið sterkari en það vantaði græðgina inn í teig til að klára þetta," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 0-0 jafntefli gegn Víking í dag.

„Við byrjuðum af krafti og mér fannst við halda þeim aftur á vellinum mest allann leikinn. Mér fannst þó vanta og þá sérstaklega í seinni hálfleik, að vera grimmari inn í teignum. Við vorum ekki nóg á tánum þar," sagði Bjarni.

„Það þarf að safna stigum hérna heima fyrir. Þetta er búinn að vera sterkur heimavöllur en það vantaði meiri grimmd í þetta og þeir voru á undan í að hreinsa alla bolta í burtu," sagði Bjarni.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum

Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins.

Andri: Sáttur með stigið hérna

„Við fáum við stig hérna í dag og ég er sáttur með að fá stig á þessum útivelli. en eins og leikurinn spilaðist í dag hefði ég hinsvegar viljað fá þau þrjú," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.

Helgi: Frábært að vera á toppnum

„Það er frábært að við fáum alla vega að vera á toppnum í sólarhring. Sjálfstraustið er að byggjast upp í liðinu og það er frábært að halda hreinu tvisvar í röð," sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×