Íslenski boltinn

Helgi: Frábært að vera á toppnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings
Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings
„Það er frábært að við fáum alla vega að vera á toppnum í sólarhring. Sjálfstraustið er að byggjast upp í liðinu og það er frábært að halda hreinu tvisvar í röð," sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.

„Spilið okkar var neikvætt hérna í dag. Við vorum ekki að spila vel en baráttan var góð og það verður líklega okkar aðalsmerki í sumar, að baráttan sé góð," sagði Helgi.

Leikurinn byrjaði afar fjörlega og Helgi fékk frábært færi til að ná forystunni á 4 mínútu en skaut boltanum yfir.

„Þetta var slakt hjá mér, ég fékk algjört dauðafæri og ég hefði átt að nýta það. Mér fannst við eiga betri færi í þessum leik, bæði í fyrri hálleiknum og svo fengum við tvö fín færri í seinni hálfleik. Við hefðum þurft að nýta eitt þeirra en jafntefli reyndist hinsvegar bara vera sanngjarnt," sagði Helgi.

„Stjarnan hefur verið að taka mikið af stigum hérna í Garðabænum og við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Þeir töpuðu fyrsta leiknum og þeir voru því hungraðir í fyrsta stigið sitt," sagði Helgi.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum

Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×