Enski boltinn

Owen Coyle: Það verður erfitt að halda Sturridge

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. Mynd/Nordic Photos/Getty
Owen Coyle, stjóri Bolton, vill að sjálfsögðu reyna að halda Daniel Sturridge áfram hjá Bolton en viðurkennir að það gæti orðið mjög erfitt. Sturridge, sem kom á láni frá Chelsea í janúar, skoraði sitt sjöunda mark í níu leikjum fyrir Bolton um helgina og hjálpaði liðinu að vinna 2-1 sigur á Arsenal.

„Það þarf engan eldflaugasérfræðing til að átta sig á því að við viljum halda Daniel hérna hjá okkur en þurfa margir hlutir að ganga upp til þess að það þróist þannig," sagði Owen Coyle.

„Chelsea þarf að gefa sína blessun og Daniel verður að vilja koma aftur. Þetta skýrist ekki fyrr en í sumar. Ég vil samt þakka Chelsea fyrir að leyfa okkur að fá Daniel og það var alltaf ljóst að báðir aðilar myndir hagnast á þessu," sagði Coyle.

„Ég hef lagt áherslu á það við Daniel á hverjum degi að hann þurfi að sýna það og sanna inn á vellinum að hann sé alvöru leikmaður sem hann er. Hann hefur gert það hingað til en við eigum fimm leiki eftir af tímabilinu þar sem hann heldur vonandi áfram á sömu braut," sagði Coyle sem dreymir um að kom Bolton í Evrópukeppni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×