Enski boltinn

Stoke upp í 9. sæti eftir 3-0 sigur á Úlfunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Shawcross fagnar marki sínu í kvöld.
Ryan Shawcross fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stoke hoppaði upp um fimm sæti eftir 3-0 heimasigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Stoke í fjórum leikjum en með honum komst liðið upp í 9. sæti deildarinnar og fór upp fyrir Newcastle, Sunderland, Aston Villa, West Bromwich og Fulham. Staða Úlfanna er hinsvegar slæm eftir þetta tap en liðið er í næstneðsta sæti.

Kenwyne Jones kom Stoke í 1-0 á 16. mínútu með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Jermaine Pennant.

Ryan Shawcross skoraði annað mark Stoke í uppbótartíma fyrri hálfleiksins þegar hann stýrði inn skoti frá Glenn Whelan eftir hornspyrnu.

Jermaine Pennant skoraði þriðja markið eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik en skot hans fór af varnarmanni og í markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×