Enski boltinn

Houllier á góðum batavegi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerard Houllier.
Gerard Houllier.
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, fær að fara heim af spítala í Birmingham eftir nokkra daga en þangað var hann lagður inn með brjótsverki í síðustu viku.

Houllier hefur áður glímt við hjartatengd vandamál og þurfti að fara í ellefu klukkustunda aðgerð fyrir tíu árum síðar.

Franski stjórinn mun þurfa að taka því rólega næstu vikurnar og mun því ekki stýra Villa aftur það sem eftir lifir leiktíðar.

Houllier er á góðum batavegi en ekkert hefur verið gefið út um það hvort hann þurfi að hætta knattspyrnustjórnun vegna veikindanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×