Erlent

Stund jarðar klukkan hálfníu í kvöld

Stundin verður á milli hálfníu og hálftíu í kvöld.
Stundin verður á milli hálfníu og hálftíu í kvöld.
Stund jarðar verður haldin um allan heim í kvöld klukkan hálfníu. Meðan á stundinni stendur verða ljós slökkt um allan heim.

Stund jarðar var fyrst haldin í Ástralíu árið 2007. Uppátækið vakti slíka athygli að aðeins ári síðar slökktu tugir milljóna manna um allan heim ljós og á helstu raftækjum sínum til að vekja athygli á hlýnun jarðar og tenglsum orkunotkunar og hnattrænni hlýnun. Í fyrra tóku 128 lönd þátt í stundinni og slökkt var á ljósum í þekktum byggingum um allan heim eins og í Effelturninum í París, Golden gate brúnni í San Francisco og Hringleikahúsinu í Róm.

World Wildlife Federation stendur á bak við verkefnið en Sameinuðu þjóðirnar eru helsti stuðningsaðili stundarinnar. Á vefsíðu stundarinnar eru allir hvattir til að taka þátt og slökkva öll nauðsynleg ljós á milli klukkan hálfníu og hálftíu í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×