Enski boltinn

Gerrard fór í aðgerð og verður frá í mánuð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Liverpool hefur tilkynnt á heimasíðu sinni að fyrirliðinn Steven Gerrard hafi gengist undir aðgerð vegna meiðlsa í nára og að hann verði frá næstu fjórar vikurnar vegna þessa.

Gerrard hefur verið að glíma við meiðslin undanfarnar vikur og spilaði ekki með liðinu gegn Braga í Evrópudeild UEFA af þeim sökum. Hann hefur einnig misst af öðrum leikjum liðsins á síðustu vikum.

Þetta þýðir að Gerrard mun ekki spila með enska landsliðinu þegar það mætir Wales í undankeppni EM 2012 síðar í mánuðinum.

Hann meiddist þegar að Liverpool vann 1-0 sigur á Chelsea í byrjun síðasta mánaðar og mun hann einnig missa af þremur næstu deildarleikjum liðsins, að minnsta kosti.

Gerrard mun einnig missa af síðari leiknum gegn Braga sem er í 16-liða úrslitum keppninnar en Liverpool þarf þá að vinna upp 1-0 forskot Braga eftir fyrri leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×