Enski boltinn

Ferguson: Tækling Carragher smánarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, hafi orðið sér til smánar í leik liðanna um síðustu helgi.

Carragher tæklaði þá Nani með þeim afleiðingum að bera þurfti þann síðarnefnda af velli og verður hann frá næstu vikurnar vegna meiðslanna.

Ferguson tjáði sig ekkert við fjölmiðla eftir leikinn en hefur nú sagt álit sitt á atvikinu í ensku pressunni.

„Þetta var smánarleg tækling og vitum við það allir. En maður verður samt bara að halda áfram,“ sagði Ferguson.

Carragher slapp við rautt spjald fyrir brotið, rétt eins og Wayne Rooney þegar hann gaf James McCarthy olnbogaskot í leik Untied gegn Wigan fyrir tveimur vikum síðan.

„Ég hef ekkert að segja um það mál,“ sagði Ferguson þegar hann var spurður um það. „Það hefur verið mikið fallað um þetta og flestir ykkar eru enn að velta ykkur upp úr þessu þó svo að þetta gerðist fyrir ellefu dögum síðan og honum hafi ekki verið refsað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×