Enski boltinn

City mætir United í undanúrslitum eftir sigur á Reading

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Carlos Tevez í baráttunni við Brynjar Björn í dag.
Carlos Tevez í baráttunni við Brynjar Björn í dag. Nordic Photos / Getty Images
Manchester City er komið í undanúrslit í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Íslendingaliðinu Reading á borgarvellinum í Manchester í dag.

Hægri bakvörðurinn Micah Richards skoraði sigurmark leiksins á 74. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Reading lék vel í leiknum og áttu heimamenn í City í erfiðleikum með að skapa sér góð færi en Richards náði að brjóta ísinn.

Það verður því nágrannaslagur í undanúrslitum þegar City mætir nágrönnum sínum í Man. United á Wembley í apríl. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn í miðri vörn Reading í dag en Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi Reading vegna meiðsla.

Manchester City – Reading 1-0

1-0 Micah Richards (74.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×