Enski boltinn

Pulis kátur með sína menn í Stoke

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Pulis óhress á hliðarlínunni.
Pulis óhress á hliðarlínunni. Nordic Photos/Getty Images
Íslandsvinurinn Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, er himinlifandi með að sigur sinna liðsmanna gegn West Ham í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag, 2-1. Þetta var í fjórða sinn sem liðið kemst í undanúrslit.

Pulis var reyndar ekki ánægður með dómgæsluna í leiknum því Frederic Piquionne leikmaður West Ham virtist fá boltann í höndina í jöfnunarmarki West Ham.

„Við höfum verið mjög óheppnir í ár en sem betur fer hefur það haft lítil áhrif á stöðu okkar í deildinni. Frá mínu sjónarhorni var þetta klár hendi og svo klúðrum við víti í seinni hálfleik. Ég hrósa mínum drengjum fyrir að brotna ekki í þeirri stöðu eins og önnur lið hefðu örugglega gert,“ sagði Pulis.

Stoke mun mæta Bolton í undanúrslitum á Wembley en Bolton hafði betur gegn Birmingham í gær.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×