Enski boltinn

Aron Einar fær nýjan yfirmann hjá Coventry - Boothroyd rekinn

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson fær nýjan yfirmann hjá enska 1. deildarliðinu Coventry en forráðamenn liðsins rákur Aidy Boothroyd í dag.
Aron Einar Gunnarsson fær nýjan yfirmann hjá enska 1. deildarliðinu Coventry en forráðamenn liðsins rákur Aidy Boothroyd í dag. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson fær nýjan yfirmann hjá enska 1. deildarliðinu Coventry en forráðamenn liðsins ráku Aidy Boothroyd í dag. Coventry hefur þokast hægt og bítandi niður stigatöfluna en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á þessu ári. Coventry tapaði 1-0 gegn Hull á heimavelli á laugardaginn.

Martin Pert aðstoðarþjálfari liðsins fékk einnig uppsagnarbréf en þeir Steve Harrinson og Andy Thorn taka við liðinu tímabundið. Harris er þjálfari varaliðsins og Thorn hefur starfað sem „útsendari" hjá Coventry í leit að ungum og efnilegum leikmönnum.

Coventry er í 19. sæti með 41 stig en alls eru 24 lið í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×