Enski boltinn

Neville segir að hinn 69 ára gamli Ferguson eigi mörg ár eftir

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gary Neville lék með Man Utd í tvo áratugi en hann lagði skóna á hilluna í vetur.
Gary Neville lék með Man Utd í tvo áratugi en hann lagði skóna á hilluna í vetur. Nordic Photos / Getty Images
Gary Neville, sem nýverið hætti að leika með Manchester United, segir að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins eigi nokkur ár eftir í starfi sínu þrátt fyrir að Ferguson sé 69 ára gamall. Jose Mourinho hefur verið nefndur til sögunnar sem eftirmaður Ferguson og segir Neville að það komi ekki  á óvart.

„Það eru margir góðir knattspyrnustjórar sem gætu tekið við þessu starfi og það kemur ekki á óvart að nafn Mourinho sé nefnt í því samhengi. Hann hefur náð árangri og hann er sterkur persónuleiki. Hann er góður í því sem hann gerir en ég tel að það sé tímasóunn að vera að hugsa um slíka hluti núna. Sir Alex hefur aldrei verið betri og hann á nokkur ár eftir,“  sagði hinn 36 ára gamli Neville sem lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði eftir að hafa leikið með Man Utd í tvo áratugi.

Mourinho hefur ítrekað lýst því yfir að hann hafi áhuga á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en hann náði frábærum árangri með Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×