Enski boltinn

Myndavélar verða við marklínuna á þremur völlum á Englandi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Þessi bolti fór langt inn fyrir marklínuna en dómarinn dæmdi ekki mark. Frank Lampard átti skotið gegn Þjóðverjum á HM í Suður-Afríku s.l. sumar.
Þessi bolti fór langt inn fyrir marklínuna en dómarinn dæmdi ekki mark. Frank Lampard átti skotið gegn Þjóðverjum á HM í Suður-Afríku s.l. sumar. Nordic Photos / Getty Images
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að halda áfram tilraunum með „marklínuútbúnað" sem lengi hefur verið í umræðunni. Fyrirtækið Hawk-Eye hefur fengið leyfi til þess að prófa myndavélarnar í leikjum í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Ef tilraunin gefst vel gæti niðurstaðan orðið sú að umdeild atvik á borð við það sem átti sér staðí leik England og Þýskalands á HM 2010 heyri sögunni til – en í því tilviki skoraði Frank Lampard mark fyrir England sem ekki var dæmt gilt þar sem að dómararnir sáu ekki að boltinn fór yfir marklínuna.

FIFA hefur á undanförnum mánuðum prófað búnað frá 10 fyrirtækjum og það er skemmst frá því að segja að ekkert þeirra stóðst kröfur FIFA – sem eru þær að það taki aðeins eina sekúndu að úrskurða um hvort boltinn hafi farið inn fyrir marklína og skekkjumörkin eru engin.

Hawk Eye fyrirtækið hefur þróað búnað sem notaður hefur verið með góðum árangri í tennis og krikket. Talsmaður fyrirtækisins segir að FIFA hafi ekki prófað tækin frá þeim og þeir séu vongóðir um að myndvélum verði komið fyrir á þremur völlum á næstu leiktíð.

Stórfyrirtækið Sony keypti Hawk Eye fyrirtækið nýverið og eykur það líkurnar á því að þessi marklínutækni verði þróuð enn frekar á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×