Enski boltinn

Bendtner hefur ekki áhuga á Blackburn og vill fara til Þýskalands

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner mun að öllum líkindum yfirgefa herbúðir Arsenal á Englandi næsta sumar.
Danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner mun að öllum líkindum yfirgefa herbúðir Arsenal á Englandi næsta sumar. Nordic Photos / Getty Images
Danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner mun að öllum líkindum yfirgefa herbúðir Arsenal á Englandi næsta sumar en það er ljóst að hann hefur ekki áhuga á að semja við Blackburn.

Bendtner hefur meiri áhuga á því að fara til Þýskalands en bæði Hamburg og Dortmund hafa sýnt honum áhuga. Enskir fjölmiðlar greindu frá því að Blackburn væri tilbúið að borga allt að 15 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla leikmann eða 2,8 milljarða kr.

Blackburn er í bullandi fallbaráttu en eigendur liðsins sem eru frá Indlandi ætla sér að styrkja liðið verulega næsta sumar og er Bendtner á óskalistanum. Blackburn hefur verið orðað við ýmsa leikmenn á undanförnum misserum og má þar nefna Brasilíumennina Kaká og Ronaldinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×