Enski boltinn

Ferguson hefur enn mikla trú á Rio

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þó svo Rio Ferdinand sé meiddur og verði væntanlega ekki meira með í vetur hefur stjórinn hans, Sir Alex Ferguson, ekki snúið baki við honum.

Einhverjir óttast að tími Rio á toppnum sé liðinn en því er Ferguson ekki sammála.

"Rio á mörg góð ár eftir. Auðvitað hafa meiðslin gert honum erfitt fyrir en hann er samt nógu góður til þess að vinna bug á þeim og snúa aftur sem heimsklassaleikmaður," sagðu Ferguson.

"Hann þarf að vera eins og Gary Neville og ég veit að hann er til í að leggja hart að sér til þess að komast aftur í toppform."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×