Enski boltinn

Kadlec: Frábært að Liverpool veit að ég er til

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Bakvörðurinn Michal Kadlec hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í enskum fjölmiðlum í dag en hann er nú á mála hjá Bayern Leverkusen í Þýskalandi.

Kadlec er tékkneskur landsliðsmaður og er talið að Liverpool hafi fylgst vel með honum að undanförnu. Hann á þó tvö ár eftir af samningi sínum við Leverkusen.

„Það eru ýmsar vangaveltur í gangi en það kemur í ljós í sumar hvað gerist,“ sagði Kadlec í samtali við enska fjölmiðla. „Mér fannst það frábært að Liverpool hafi heyrt af mér og viti að ég sé til. En við munum sjá til hvað gerist í sumar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×